Ísak Snær Þorvaldsson byrjaði á bekknum þegar Lyngby heimsótti Hvidovre í toppslag í næst efstu deild í Danmörku í kvöld.
Lyngby var 2-1 undir í hálfleik en Jesper Cornelius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og bjargaði stigi fyrir Lyngby.
Lyngby var 2-1 undir í hálfleik en Jesper Cornelius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og bjargaði stigi fyrir Lyngby.
Ísak kom inn á fyrir Cornelius á 67. mínútu.
Lyngby var á toppnum fyrir umferðina en er núna í 2. sæti með 22 stig eftir 12 umferðir. Liðið er stigi á eftir toppliði Hillerod og tveimur stigum á undan Hvidovre sem er í 3. sæti.
Athugasemdir