Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
banner
   lau 25. október 2025 17:17
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara frábær tilfinning að skora sigurmark hér. Mjög fínn leikur miða við aðstæður,'' segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 3-4 sigur gegn FH í seinustu umferð efri-hluta Bestu deildarinnar. 


Lestu um leikinn: FH 3 -  4 Fram

''Leikvöllurinn mjög háll en mér fannst leikmenn gera mjög vel úr þessu. Bæði lið voru ekki að flýta sér og voru bara skynsamir. Ég held að það hafi verið gríðarlega mikilvægt að menn komust heim heilir út úr svona verkefni. Það var ekki brjálæðislega mikið undir en 5. sæti var þó undir og í sögulegu samhengi þá mun það vera í sögubókunum,''

Kristófer Konráðs kom inna og skoraði svo glæsilegt aukaspyrnu mark nokkrum mínútum seinni til að tryggja sigur fyrir Fram.

„Já frábær spyrna. Hann er ógeðslega góður spyrnumaður og Kristófer hefur verið upp og niður í sumar, hefur verið að kljást við smá vandamál með meiðsli og annað slíkt. Hann er hörku góður leikmaður sem ég er mjög hrifinn af og hann mun nýtast okkur áfram,''

Kaplakrikavöllur var vel frosinn fyrir leikinn og sást vel að leikmenn áttu erfitt með að spila á vellinum.

„Menn voru ekki sérstaklega spenntir hérna fyrir leik þegar þeir voru að hita upp og við áttum samtal við dómara og slíkt. Það er bara enginn möguleiki að vera fresta þessu, það var lang best fyrir alla aðila að klára þetta verkefni,''

Rúnar var beðinn um að súmmera upp tímabilið í ár hjá Fram.

„Frábært tímabil, við erum í topp sex og náum sjö stig í efri hlutanum, sem er það næst besta sem hingað til hefur náðst. Það er bara mjög sterkt, ég er mjög sáttur. Okkur var spáð 9. sæti að ég held og við erum í 5. sæti, við sýnum að við eigum skilið að vera hérna,''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.









Athugasemdir
banner