Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   lau 25. október 2025 17:10
Snæbjört Pálsdóttir
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding laut í lægra haldi 1-0 gegn ÍA í dag og eru þar með fallnir úr deild þeirra bestu í bili. Liðið þurfti að sigra ÍA og treysta á að Vestri og KR gerðu jafntefli fyrir vestan en allt kom fyrir ekki og fall er staðreynd í dag.

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leikinn svaraði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar 

„Svekkjandi, Mjög svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik í dag og svekkjandi að falla að sjálfsögðu en ég kýs að líta á glasið hálffullt og horfa frekar á það sem við höfum gert vel í sumar. Við höfum gert að mörgu leyti mjög vel miðað við að spila í fyrsta skiptið í efstu deild og erum með stig sem yfirleitt hefur dugað til að halda sér uppi. Náðum í stig af 10/11 liðum í 22 leikja mótinu, unnum Íslandsmeistarana og gerðum margt í sumar sem við gerðum vel en það sem drepur á endanum eru alltof mörg jafntefli.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Afturelding

„Við erum inn í eiginlega öllum leikjum í sumar, fáir leikir sem við eigum ekki break í ef einhverjir þannig það sýnir okkur að við eigum að mínu mati heima í þessari deild en við þurfum að gera meira til að festa okkur í sessi, við gáfum allt í þetta en því miður þá var þetta niðurstaðan núna og við þurfum að taka eitt skref til baka og svo tvö fram á við.“

„Gerðum bara of mikið af jafnteflum og langur kafli þar sem við vorum ekki að vinna leiki, það fer í reynslubankann hjá mér sem þjálfari og reynslubankann hjá strákunum. Flestir að spila sitt fyrsta ár í Bestu deildinni þannig það er engin spurning við þurfum að læra af því.“

„Við þurfum að gera meira til að festa okkur í sessi og það er bara framtíðar markmið og þetta er ekki endirinn í dag, við þurfum að spýta í lófana, gefa í og ná að festa okkur í sessi í Bestu deildinni í framtíðinni“

Vangaveltur hafa verið með framtíð Magnúsar með liðið hvernig horfir hann á það?

„Við ákváðum að spjalla ekkert um það fyrr en að seasonið væri lokið, einbeitingin var bara á að vinna hérna í dag og vinna leikinn síðustu helgi, þannig ég hef bara í alvöru ekki hugsað mikið út í það en mögulega fer maður að gera það þegar seasonið er búið. Ég er opinn fyrir því að halda áfram því að mér finnst þetta verkefni ekki vera lokið. Það er mikið potential í Mosfellsbæ að gera ennþá betur og vona að Afturelding haldi sama hóp, þannig að við getum gert atlögu að því að koma á næsta ári og allir reynslunni ríkari. Ég vona að Afturelding fari upp aftur á næsta ári og ég er opinn fyrir því að halda áfram líka en við eigum eftir að fara út í þær viðræður og sjá hvort við séum ekki sammála því að spýta þá meira í og gera þá atlögu að því að festa liðið í sessi í Bestu deildinni.“

Margir leikmenn Aftureldingar hafa sprungið út í sumar, m.a. Hrannar er eitthvað vitað með hans framtíð hjá félaginu, mun hann vera áfram eða fara?

„Það kemur bara í ljós, hann hefur staðið sig frábærlega og verðskuldað, búinn að leggja mikið á sig og æfa vel og gera réttu hlutina, þess vegna er hann búinn að standa sig svona vel eins og margir aðrir í liðinu. Við höfnuðum tilboði í hann í júlí og við þurfum bara að sjá hvort það komi tilboð í hann eftir tímabilið eða hvernig það verður og það verður bara að koma í ljós. Hann gerði nýjan samning í vor þannig við þurfum bara að sjá hvað verður í vetur með það.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir