Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Kalli og Arnar Páll hættir hjá Stjörnunni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl og Arnar Páll eru hættir hjá Stjörnunni
Jóhannes Karl og Arnar Páll eru hættir hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson og Arnar Páll Garðarsson munu ekki halda áfram með kvennalið félagsins.

Jóhannes Karl tók við Stjörnunni um mitt tímabil 2024 eftir að hafa áður starfað sem leikgreinandi fyrir liðið.

Stjarnan hafnaði í 4. sæti á nýafstöðnu tímabili undir hans stjórn og spilaði flottan fótbolta á köflum, en félagið greinir nú frá því að það hafi komist að samkomulagi við Jóhannes Karl um að hann haldi ekki áfram með liðið.

Arnar Páll, sem hefur verið aðstoðarmaður Kalla, mun einnig láta af störfum.

Óskar Smári Haraldsson, sem hefur náð frábærum árangri með Fram á síðustu árum, hefur verið orðaður við starfið, en hann þekkir vel til hjá Stjörnunni eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari kvennaliðsins ásamt því að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna.

„Stjarnan þakkar þeim Jóhannesi Karli og Arnar Páli fyrir vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar í hverju því sem að þeir taka sér fyrir hendur. Takk kærlega fyrir okkur Jóhannes Karl og Arnar Páll!“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.


Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 18 2 3 87 - 25 +62 56
2.    FH 23 15 3 5 58 - 30 +28 48
3.    Þróttur R. 23 15 3 5 42 - 30 +12 48
4.    Stjarnan 23 10 2 11 40 - 44 -4 32
5.    Víkingur R. 23 9 2 12 50 - 49 +1 29
6.    Valur 23 8 5 10 33 - 36 -3 29
Athugasemdir
banner