Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mið 06. nóvember 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
María Catharina áfram í sænska bikarnum
María í leik með Linköping
María í leik með Linköping
Mynd: Guðmundur Svansson
María Catharina Ólafsdóttir Gros og stöllur hennar í Lindköping eru komnar áfram í riðlakeppni sænska bikarsins eftir að hafa unnið Örebro, 4-2, eftir framlengingu.

María var í byrjunarliði Linköping en var tekin af velli í hálfleik.

Linköping tókst að snúa taflinu við í síðari hálfleik en undir lok leiksins jafnaði Örebro.

Í framlengingunni skoraði Linköping tvö og tryggði um leið farseðilinn í riðlakeppni bikarsins sem fer fram í byrjun næsta árs.

Linköping hefur fimm sinnum unnið bikarinn en á næsta ári verða tíu ár liðin frá því bikarinn fór síðast á loft.
Athugasemdir
banner
banner
banner