mán 06. desember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyndu að gabba Adam en skutu sig í fótinn í staðinn
Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson.
Mynd: Marco Rimola
Adam Ingi Benediktsson byrjaði sinn annan leik í sænsku úrvalsdeildinni á laugardag þegar Gautaborg spilaði við Norrköping í Íslendingaslag.

Adam er nítján ára Grundfirðingur sem leikið hefur með unglingaliðum Gautaborgar undanfarin ár en á Íslandi lék hann með FH og HK.

Hann hefur komið sterkur inn hjá Gautaborg og var í markinu í 1-2 sigri liðsins á Norrköping í lokaumferðinni í Svíþjóð.

Það er óhætt að segja að Norrköping hafi farið illa að ráði sínu í leiknum þegar þeir fengu vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Í staðinn fyrir að skjóta á markið, þá ákvað spyrnumaðurinn að reyna að gabba Adam með því að senda boltann.

Dómarinn tók það ekki í mál að leyfa það og dæmdi vítaspyrnuna ógilda. Norrköping fékk ekki að taka hana aftur og stuttu síðar kom sigurmark Gautaborgar.

Myndband af þessari furðulegu tilraun má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Grét þegar hann yfirgaf HK - „Datt ekki í hug að ég væri nógu góður"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner