Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
banner
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
fimmtudagur 14. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
þriðjudagur 19. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Ajax W - Chelsea W - 17:45
SL Benfica W - Lyon - 20:00
fös 03.des 2021 23:35 Mynd: Guðmundur Svansson
Magazine image

Grét þegar hann yfirgaf HK - „Datt ekki í hug að ég væri nógu góður"

Adam Ingi Benediktsson spilaði á sunnudag sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði Gautaborgar. Adam er nítján ára Grundfirðingur sem leikið hefur með unglingaliðum sænska félagsins undanfarin ár en á Íslandi lék hann með FH og HK.

Adam er nítján ára gamall og gekk í raðir Gautaborgar sumarið 2019. Hann hefur verið þriðji markvörðru aðalliðsins á leiktíðinni og leikið með U19 ára liði félagsins. Hann á að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands, þann síðasta lék hann sumarið 2018 með U18.

Myndir úr leiknum á sunnudag.
Myndir úr leiknum á sunnudag.
Mynd/Guðmundur Svansson
Þegar ég labba inn á völlinn tífaldast stressið og adrenalínið kikkar inn
Þegar ég labba inn á völlinn tífaldast stressið og adrenalínið kikkar inn
Mynd/Guðmundur Svansson
Það er nú alltaf ljúft að halda hreinu en þótt ég átti engan rísastóran þátt í því
Það er nú alltaf ljúft að halda hreinu en þótt ég átti engan rísastóran þátt í því
Mynd/Guðmundur Svansson
Það eru nú ekki margir leikmenn sem fá að keppa fyrsta meistaraflokksleikinn sinn fyrir framan 15 þúsund manns
Það eru nú ekki margir leikmenn sem fá að keppa fyrsta meistaraflokksleikinn sinn fyrir framan 15 þúsund manns
Mynd/Marco Rimola
Adam lék síðast landsleik árið 2019.
Adam lék síðast landsleik árið 2019.
Mynd/Marco Rimola
Hjörvar Hafliðason þjálfaði Adam hjá HK.
Hjörvar Hafliðason þjálfaði Adam hjá HK.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn tók mig að sér frá fyrsta degi og var líkt og eldri bróðir minn innan liðsins
Kolbeinn tók mig að sér frá fyrsta degi og var líkt og eldri bróðir minn innan liðsins
Mynd/Guðmundur Svansson
Hjálmar Jónsson eftir kveðjuleikinn með Gautaborg 2016.
Hjálmar Jónsson eftir kveðjuleikinn með Gautaborg 2016.
Mynd/Getty Images
Hjálmar er goðsögn hjá Gautaborg.
Hjálmar er goðsögn hjá Gautaborg.
Mynd/Getty Images
Viktor Helgi í leik með FH.
Viktor Helgi í leik með FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í leik með ÍA 2018.
Viktor í leik með ÍA 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér er drullusama hversu gamall þú ert, lærðu að gefa helvítis tuðruna eða hunskastu í burtu"
Saga Adams er áhugaverð því hann var í sumarfríi með fjölskyldunni þegar hann byrjaði að æfa hjá Gautaborg. Fjölskyldan var í Gautaborg í tvær vikur og æfði Adam með unglingaliði félagsins í þann tíma. Fótbolti.net ræddi við markvörðinn í vikunni og spurði hann spjörunum úr.

Datt ekki í hug að hann væri nógu góður
„Ég kom til Gautaborgar í heimsókn með fjölskyldunni til móðurbróður míns og tékkaði hjá Hjálmari Jónssyni hvort ég mætti kíkja á æfingu hjá þeim í IFK Göteborg," sagði Adam. Hjálmar er goðsögn hjá Gautaborg og þjálfar unglingalið félagsins.

„Á þeim tíma vildi ég halda mér í formi í fríinu. Hjálmar samþykkti það og leyfði mér að æfa. Eftir það fékk ég svo að koma á reynslu og svo nokkrum mánuðum seinna var ég orðinn unglingaleikmaður IFK Göteborg."

Það var félagi föðurs Adams sem hafði samband við Hjálmar. Var það eitthvað sem þú varst að pæla í á þeim tíma að fara til félags erlendis?

„Nei, eiginlega ekki, aðallega vegna þess að mér datt ekki í hug að ég væri nógu góður til að geta það."

Sérstaklega góður að þjálfa unga leikmenn
Hvað vissiru um Hjálmar áður en þú byrjaðir að æfa hjá félaginu?

„Ég vissi bara að hann væri fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í fótbolta. Þegar ég svo kom hingað að æfa þá áttaði ég mig á því að hann er algjört „legend" hjá stuðningmönnum liðsins."

Hvað finnst þér um Hjálmar sem þjálfara?

„Mér finnst Hjálmar vera frábær þjálfari, sérstaklega fyrir unga leikmenn. Hann er mjög rólegur, hefur helling af reynslu og gríðarlega góður í að þjálfa tækni."

Grét í klefanum en hugsaði að hann gæti hjálpað félaginu síðar
Þegar þú fékkst tilboðið frá Gautaborg varstu eitthvað hikandi eða varstu strax til í þetta?

„Það tók mig góða viku að ákveða mig því mér leið súper vel hjá HK og við strákarnir allir svo miklir félagar. En á endanum áttaði ég mig á því að ef ég færi þá væru meiri líkur að ég gæti hjálpað HK í framtíðinni."

Var erfitt að kveðja HK?

„Já, það vera gríðarlega erfitt, mér var tekið svakalega vel af hópnum þegar ég byrjaði hjá HK, geggjuð stemning hjá okkur strákunum, starfsfólkið hjálpsamt og glatt. Síðustu dagana í Kórnum þá var ég þar extra lengi og vildi bara njóta og taka allt inn. Ég man eftir síðasta leiknum mínum með HK þá grét ég inni í klefa og var bara ekki að trúa því að þetta væri að gerast."

Hjörvar átti mikinn þátt í að móta næstu skref Adams
Adam byrjaði að æfa hjá FH en skipti svo yfir í HK árið 2017.

„Mér fannst ég þurfa að skipta um umhverfi og á þeim tíma var Viktor Helgi (bróðir minn) að spila með HK. Það var líka gott að vita að þar voru þjálfarar að taka á móti mér sem höfðu trú á mér eins og markmannsþjálfarinn, Hjörvar Hafliðason. Hann átti mikinn þátt í að móta mín næstu skref með því að leiðbeina mér og styðja mig."

Öskraði á Adam eftir lélega sendingu
Höldum aftur til Svíþjóðar, hvenær mættiru fyrst á æfingu með aðalliði Gautaborgar?

„Þegar ég kom hingað á reynslu þá fékk ég að prófa æfingu með stóru köllunum. Ég fann fyrir stórum mun í nánast öllu miðað við æfingar með jafnöldrum. Munurinn fólst í hraða, styrk, getu, leikskilning, nákvæmni og kraftinum á boltanum."

„Ég man vel eftir því á einni af fyrstu æfingunum með meistaraflokki IFK þá gjörsamlega öskraði einn af leikmönnunum á mig eftir lélega sendingu: „Mér er drullusama hversu gamall þú ert, lærðu að gefa helvítis tuðruna eða hunskastu í burtu"."


Ekki margir sem fá að upplifa þetta í fyrsta leik
Að leiknum á sunnudag, hvernig var tilfinningin að spila þennan leik?

„Gríðarlega góð. Það eru nú ekki margir leikmenn sem fá að keppa fyrsta meistaraflokksleikinn sinn fyrir framan 15 þúsund manns og með goðsögnum úr IFK Göteborg sem hafa spilað með sænska landsliðinu í nokkur ár."

„Ég fékk að vita að ég myndi spila þegar þjálfarinn dró mig inn á skrifstofu degi fyrir leik og svo á æfingunni fékk liðið að vita af því."


Mun seint gleyma þessum leik
Varstu stressaður fyrir leik?

„Já, ég er nú alltaf smá stressaður fyrir leiki. Það skiptir ekki máli með hvaða liði eða í hvaða keppni en þegar ég labba inn á völlinn tífaldast stressið og adrenalínið kikkar inn."

Gautaborg vann Östersund 4-0, stórsigur í fyrsta leik. Hvernig var að halda hreinu?

„Það er nú alltaf ljúft að halda hreinu en þótt ég átti engan rísastóran þátt í því, allavega minni en liðsfélagarnir mínir, þá verður þetta „clean sheet“ seint gleymt."

Fékk hrós og leiðbeiningar bæði frá þjálfurum og föður sínum
Hvað sögðu þjálfararnir við þig fyrir og eftir leik?

„Fyrir leik minntu þeir mig bara á að allir inn í klefanum stæðu við bakið á mér og einfaldlega sögðu mér að anda rólega. Eftir leik hrósuðu þeir mér fyrir góðan leik en að það væri alltaf hægt að bæta sig."

Þú talaðir um, í viðtali í Fréttablaðinu að pabbi þinn gefi þér skýrslu eftir leiki. Hvað setti hann út á og hrósaði fyrir eftir leikinn gegn Östersund?

„Hann sá að ég var stressaður og sagði að spörkin þurfa að vera betri en hrósaði mér fyrir góðan seinni hálfleik."

Kolbeinn líkt og eldri bróðir
Hefuru verið í einhverju sambandi við Kolbein Sigþórsson?

„Já, Kolbeinn tók mig að sér frá fyrsta degi og var líkt og eldri bróðir minn innan liðsins. Hann var alltaf að gefa mér ráð hvort sem það var innan eða utan vallar, andlega eða líkamlega, taktískt eða tæknilega. Hann sagði mér líka frá hans eigin reynslu. Þegar hann er í Gautaborg þá fáum við okkur stundum að borða saman."

Á ennþá treyju frá Grundarfirði
Adam lék sér í fótbolta á sparkvellinum á Grundarfirði þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í boltanum. Helduru einhverri tengingu við Grundarfjörð?

„Já, ég reyni það eins mikið og ég get þó að það hafi verið erfitt síðustu ár. Ég á þó ennþá treyju Ungmennafélags Grundarfjarðar sem ég skelli mér stundum í á kvöldin."

Fékk hrós og tölu frá Hjálmari
Hver voru skemmtilegustu skilaboðin sem þú fékkst eftir leikinn á sunnudag?

„Hjálmar gaf mér gott hrós þar sem hann sagði hversu marga leiki ég þyrfti til að ná honum. Þá sendu allir gömlu liðsfélagarnir mér skilaboð og nokkrir fleiri."

Hjálmar lék 254 deildarleiki með Gautaborg og alls 312 keppnisleiki. Hann varð einu sinni sænskur meistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og einu sinni meistari meistaranna.

Kollhnísinn hluti af rútínu
Að lokum, kollhnísinn áhugaverði sem þú tókst fyrir leikinn og má sjá hér að neðan, hvað er málið með hann?

„Þetta er rútína sem ég er alltaf með fyrir leik, hef haldið mig við hana í nokkur ár," sagði Adam og hló.

Hvaðan kemur þetta?

„Rútínan í heild byrjar á handboltafintu, svo tvö hopp þar sem hnén fara í bringu og svo tek ég kollhnísinn á teiglínunni. Kollhnísinn kemur frá WWE (fjölbragðaglímu) kappanum Jeff Hardy sem var í uppáhaldi þegar ég var yngri og kallast „Swanton bomb”," sagði Adam.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Adam Benediktsson (2020)


Athugasemdir
banner
banner