Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 07. janúar 2021 14:01
Elvar Geir Magnússon
Leik Southampton frestað vegna smita hjá Shrewsbury
Búið er að fresta leik Southampton gegn C-deildarliðinu Shrewsbury í FA-bikarnum. Leikurinn átti að fara fram á laugardagskvöld.

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að ótilgreindur fjöldi leikmanna og starfsmanna Shrewsbury hefðu greinst með Covid-19.

Mótanefnd enska knattspyrnusambandsins mun funda snemma í næstu viku og taka ákvörðun um hvað verði gert með leikinn.

Líkur eru á að Southampton verði dæmdur sigur og fái sæti í næstu umferð bikarsins en leikjadagskráin framundan er ansi þétt.

Southampton hefur sent batakveðjur á leikmenn og starfslið Shrewsbury.
Athugasemdir
banner