Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 07. janúar 2021 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Quagliarella ekki til Juventus - „Forza Samp"
Einhver orðrómur hefur verið um að Fabio Quagliarella gæti gengið í raðir Juventus frá Sampdoria.

Quagliarella setti inn færslu á Instagram í dag þar sem hann nær útilokar að hann sé á förum frá Sampa.

„Ef þú hefur gefið svo mikið og fengið enn meira til baka, finnur fyrir tilfinningunum til félagsins slá í bringu þinni, þýðir það að böndin eru sterkari en allt. Þannig líður mér og þannig lifi ég og spila. Forza Samp," skrifaði framherjinn á Instagram.

Það kemur eilítið á óvart að Juventus hafi horft til Quagliarella sem verður 38 ára síðar í mánuðnum. Quagliarella lék með Juve á árunum 2010-2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner