Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 07. mars 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar: Láta hljóma eins og maður sé að fara til Úsbekistan
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í gær ráðinn þjálfari Vestra. Vestri hafði verið í þjálfaraleit í rúman mánuð en leitinni lauk í liðinni viku og var staðfest með ráðningunni í gær. Gunnar verður fertugur í næsta mánuði. Hann er fyrrum landsliðsmaður, skoraði fimm mörk í 24 leikjum. Hann varð bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og þrisvar sinnum markakóngur á sínum ferli - einu sinni í Svíþjóð með Halmstad og í tvígang á Íslandi.

Gunnar ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um nýja starfið.

„Það voru nokkur símtöl... fékk símtöl frá herra Vestra honum Samma. Við áttum mjög góð símtöl sem urðu til þess að ég ákvað að taka við þessu starfi. Það er ekkert auðvelt að sannfæra mig en ég þekki týpuna sem Sammi er og tengi svolítið við hana sjálfur. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu," sagði Gunnar Heiðar.

Hann ræddi um KFS og Vestmannaeyjar í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum.

Hvað er langt síðan Sammi [Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í stjórn Vestra] heyrði fyrst í þér?

„Þetta var einhvern tímann í miðri síðustu viku, ég man það ekki alveg. Þetta hafa verið gríðarlega mikið af símtölum og fundum og allt runnið í eitt - þetta eru einhverjir dagar."

Hvað varð það að lokum sem heillaði þig og fékk þig til að taka slaginn? „Ætli það sé ekki bara grænt ljós frá fjölskyldunni og grænt ljós frá Binna í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hann hefur leyft mér að taka vinnuna með mér. Þetta verkefni er líka gríðarlega spennandi, liðið gerði vel í fyrra. Ég talaði við bæði Jón Þór og Bjarna Jó og þeir gátu ekki gefið betri meðmæli."

Gáfu þeir einhverjar ráðleggingar aðkomumenn fyrir förina vestur? „Við erum allir einhverjar utanbæjartúttur, er þetta ekki allt það sama?"

Ertu að fara flytja vestur á Ísafjörð? „Ég verð þarna yfir sumartímann. Margir hafa sagt: Hvað ertu að fara vestur? Eins og maður sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað en þetta er nú bara á Íslandi, þetta er ekki það stórt land. Við sjáum svo hvernig þetta verður eftir tímabilið."

Gunnar skrifar undir 1+1 samning, eins árs samningur með möguleika á framlengingu um eitt ár. „Við tökum þetta tímabil og sjáum hvernig þetta gengur. Ef við verðum allir sáttir, ég og stjórn Vestra þá að sjálfsögðu höldum við áfram."
Athugasemdir
banner