Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 20:49
Brynjar Ingi Erluson
England: Díaz bjargaði stigi fyrir Liverpool á Anfield
Luis Díaz í baráttunni í leiknum í kvöld
Luis Díaz í baráttunni í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool 1 - 1 Tottenham
0-1 Son Heung-Min ('56 )
1-1 Luis Diaz ('74 )

Liverpool og Tottenham skildu jöfn á Anfield, 1-1, í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en heimamenn áttu í miklum vandræðum með að brjóta niður varnarmúr Tottenham.

Heimamenn voru betri aðilinn framan af og töluvert meira með boltann eins og var gert ráðið fyrir. Virgil van Dijk átti hættulegasta færið fyrir Liverpool er skalli hans fór í slá eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold.

Pierre-Emile Hojbjerg átti þá hörkuskot sem fór af stönginni og útaf stuttu síðar. Vörn Tottenham hélt vel í leiknum og náði vörnin að loka nokkuð vel á skot heimamanna. Staðan í hálfleik 0-0.

Það var Tottenham sem náði forystunni í leiknum með marki frá Son Heung-Min á 56. mínútu. Harry Kane fann Ryan Sessegnon vinstra megin og kom hann boltanum fyrir og inn í miðjan teiginn á Son sem skoraði.

Son brást bogalistin nokkrum mínútum síðar er hann komst í dauðafæri og hefði getað komið Tottenham í 2-0. Emerson kom boltanum fyrir markið á Sessegnon, sem lagði hann út á Son, en hann náði ekki að gera sér mat úr færinu.

Kólumbíski sóknarmaðurinn Luis Díaz jafnaði fyrir Liverpool þegar sextán mínútur voru eftir. Thiago lagði boltann á Díaz sem hljóp í átt að teignum og lét vaða í vinstra hornið. Boltinn fór af Rodrigo Bentancur og í netið og því óverjandi fyrir Hugo Lloris í markinu.

Tottenham átti möguleika á því að stela sigrinum í uppbótartíma er Emerson kom með fyrirgjöf í átt að Hojbjerg. Harry Kane kallaði eftir því að Hojbjerg myndi flikka honum á hann. Danski miðjumaðurinn reyndi það en sú tilraun misheppnaðist og tókst heimamönnum að hreinsa frá.

Lokatölur 1-1 á Anfield. Frábær úrslit fyrir Manchester City sérstaklega, sem á nú möguleika á að ná þriggja stiga forystu á Liverpool í titilbaráttunni. Á meðan er Liverpool á toppnum, með betri markatölu en City. Tottenham er á meðan með 62 stig í 5. sæti deildarinnar. Liðið er í baráttu um Meistaradeildarsæti en Arsenal situr í 4. sætinu með 63 stig og á heimaleik á morgun gegn Leeds þar sem liðið getur náð fjögurra stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner