Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 07. júní 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Valur og Víkingur eru áfram tvö efstu liðin, taplaus. Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking í kvöld á síðustu stundu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur í langa kafla hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var pjúra einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka," sagði Arnar.

Það hafa orðið breytingar á Víkingsliðinu, hvað varðar leikstíl og fleira, og það virðist vera að skila betri úrslitum.

„Við vorum með mikið af tölum í fyrra, að halda bolta, sendingar, fyrirgjafir... en ekki nægilega mikil gæði. Við erum að leitast eftir gæðum frekar en magni í ár, þétta raðirnar og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Við höfum líka verið að vinna í hausnum á strákunum, að þeir trúi því að þeir eigi heima við toppinn. Það er kúnst."

Arnar segir að liðið hefði tapað þessum leik í fyrra og einnig leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Hann segir að það séu jákvæð teikn á lofti.
Athugasemdir
banner
banner