Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   mán 07. júní 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Valur og Víkingur eru áfram tvö efstu liðin, taplaus. Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking í kvöld á síðustu stundu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur í langa kafla hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var pjúra einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka," sagði Arnar.

Það hafa orðið breytingar á Víkingsliðinu, hvað varðar leikstíl og fleira, og það virðist vera að skila betri úrslitum.

„Við vorum með mikið af tölum í fyrra, að halda bolta, sendingar, fyrirgjafir... en ekki nægilega mikil gæði. Við erum að leitast eftir gæðum frekar en magni í ár, þétta raðirnar og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Við höfum líka verið að vinna í hausnum á strákunum, að þeir trúi því að þeir eigi heima við toppinn. Það er kúnst."

Arnar segir að liðið hefði tapað þessum leik í fyrra og einnig leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Hann segir að það séu jákvæð teikn á lofti.
Athugasemdir
banner