Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
banner
   mán 07. júní 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Valur og Víkingur eru áfram tvö efstu liðin, taplaus. Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking í kvöld á síðustu stundu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur í langa kafla hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var pjúra einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka," sagði Arnar.

Það hafa orðið breytingar á Víkingsliðinu, hvað varðar leikstíl og fleira, og það virðist vera að skila betri úrslitum.

„Við vorum með mikið af tölum í fyrra, að halda bolta, sendingar, fyrirgjafir... en ekki nægilega mikil gæði. Við erum að leitast eftir gæðum frekar en magni í ár, þétta raðirnar og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Við höfum líka verið að vinna í hausnum á strákunum, að þeir trúi því að þeir eigi heima við toppinn. Það er kúnst."

Arnar segir að liðið hefði tapað þessum leik í fyrra og einnig leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Hann segir að það séu jákvæð teikn á lofti.
Athugasemdir
banner
banner
banner