Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
   mán 07. júní 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Valur og Víkingur eru áfram tvö efstu liðin, taplaus. Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking í kvöld á síðustu stundu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur í langa kafla hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var pjúra einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka," sagði Arnar.

Það hafa orðið breytingar á Víkingsliðinu, hvað varðar leikstíl og fleira, og það virðist vera að skila betri úrslitum.

„Við vorum með mikið af tölum í fyrra, að halda bolta, sendingar, fyrirgjafir... en ekki nægilega mikil gæði. Við erum að leitast eftir gæðum frekar en magni í ár, þétta raðirnar og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Við höfum líka verið að vinna í hausnum á strákunum, að þeir trúi því að þeir eigi heima við toppinn. Það er kúnst."

Arnar segir að liðið hefði tapað þessum leik í fyrra og einnig leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Hann segir að það séu jákvæð teikn á lofti.
Athugasemdir
banner
banner