Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 07. júní 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Valur og Víkingur eru áfram tvö efstu liðin, taplaus. Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víking í kvöld á síðustu stundu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur í langa kafla hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var pjúra einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka," sagði Arnar.

Það hafa orðið breytingar á Víkingsliðinu, hvað varðar leikstíl og fleira, og það virðist vera að skila betri úrslitum.

„Við vorum með mikið af tölum í fyrra, að halda bolta, sendingar, fyrirgjafir... en ekki nægilega mikil gæði. Við erum að leitast eftir gæðum frekar en magni í ár, þétta raðirnar og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Við höfum líka verið að vinna í hausnum á strákunum, að þeir trúi því að þeir eigi heima við toppinn. Það er kúnst."

Arnar segir að liðið hefði tapað þessum leik í fyrra og einnig leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Hann segir að það séu jákvæð teikn á lofti.
Athugasemdir
banner