Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. júní 2021 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Stjarnan með karaktera og bakland til að snúa þessu við"
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar.
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson segir að það óvæntasta í Pepsi Max-deildinni hingað til séu klárlega hrakfarir Stjörnunnar. Garðbæingar eru í fallsæti, án sigurs og með þrjú stig eftir sjö leiki.

„Það er klárlega það óvæntasta. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi með þetta. Það er mikið sjokk fyrir félagið að Rúnar hættir eftir einn leik. Það eru 100% einhverjar ástæður fyrir því sem við höfum ekki hugmynd um, við getum fabúlerað um eitthvað en ég ætla ekki að taka þátt í því," segir Freyr í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Þetta hefur miklu miklu meiri áhrif en maður getur í rauninni sett fingur á. Það er sjokk þegar svona gerist. Rúnar hefur verið rosalega lengi þarna og er tengdur félaginu á allan hátt."

„Frammistaða þeirra hefur verið heilt yfir ekki góð, það koma kaflar sem eru góðir en eins og oft í þessum bolta þá er 'mómentum' ekki með þeim. En það er alls ekki of seint að snúa þessu við, Þeir hafa karaktera, leikmenn og bakland til að snúa þessu við," segir Freyr.

Hæg er að hlusta á útvarpsþáttinn í öllum alvöru hlaðvarpsveitum og einnig í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner