Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júní 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bould nýr stjóri Kolbeins hjá Lommel
Steve Bould er Arsenal goðsögn.
Steve Bould er Arsenal goðsögn.
Mynd: Getty Images
Steve Bould hefur verið ráðinn stjóri belgíska félagsins Lommel en íslenski U21-landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson er meðal leikmanna liðsins.

Lommel er í belgísku B-deildinni og er í eigu City Football Group, sömu eigenda og eiga Manchester City.

Bould var sigursæll á löngum leikmannaferil hjá Arsenal og starfaði síðan sem þjálfari hjá félaginu, fyrst í unglingaliðunum og var svo ráðinn aðstoðarmaður Arsene Wenger.

„Ég er í skýjunum með að taka við þessu starfi hjá Lommel og starfa með svona hæfileikaríkum leikmannahópi. Þetta er frábær tímapunktur til að taka við og það eru spennandi ár framundan," segir Bould.

Samningur Kolbeins við félagið átti að renna út í sumar en félagið ákvað að virkja ákvæði í samningi hans. Með því að virkja ákvæðið framlengdist samningur Kolbeins við félagið um tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner