Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benrahma kom West Ham yfir - Umdeildur vítaspyrnudómur
Mynd: Getty Images

West Ham hefur tekið forystuna gegn Fiorentina í úrslitum Sambandsdeildarinnar. Said Benrahma skoraði markið úr vítaspyrnu.


Liðin hafa ekki varðið í færum í kvöld en eftir uþb klukkutíma leik fór West Ham í hraða sókn og Cristiano Biraghi fyrirliði kýldi boltann í baráttunni við Jarrod Bowen inn í vítateig Fiorentina.

Höddi Magg og Kjartan Henry Finnbogason lýsa leiknum á Viaplay en þeir rökræddu um það hvort þetta ætti að vera vítaspyrna á meðan dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR.

Höddi var á því að þetta átti að vera víti en Kjartan var ekki eins sannfærður. Að lokum var vítaspyrna dæmd og Benrahma skoraði af miklu öryggi.

Sjáðu markið og hendina hér.


Athugasemdir
banner
banner