Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shelby Companies kaupa Birmingham
Mynd: Getty Images

Stjórn ensku neðrideildanna hefur samþykkt nýja eigendur sem taka við 45% eignarhlut í BIrmingham City FC, sem hefur glímt við erfið fjárhagsvandræði á undanförnum árum.


Bandaríski viðskiptajöfurinn Tom Wagner, eigandi vogunarsjóðsins Knighthead Capital Management, fer fyrir kaupunum. Kaupin eru skráð undir fyrirtæki sem heitir Shelby Companies Limited, og vísar þannig til Peaky Blinders sjónvarpsþáttaseríunnar sem átti sér stað í Birmingham.

Þó að stjórn neðrideildanna sé búin að samþykkja eigendaskiptin eru þau ekki endanlega gengin í gegn, þar sem kauphöllin í Hong Kong á eftir að staðfesta samkomulagið.

Wagner mætti á síðasta leik deildartímabilsins hjá Birmingham og horfði á liðið tapa heimaleik gegn Sheffield United. Birmingham endaði leiktíðina með 53 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti í Championship deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner