Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. júlí 2022 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
ÍA fær hafsent lánaðan frá Horsens (Staðfest)
Mynd: ÍA

ÍA er búið að krækja sér í varnarmanninn Tobias Stagaard á lánssamningi sem gildir út tímabilið.


Stagaard er tvítugur varnarmaður sem kemur úr röðum Horsens í Danmörku.

Hann spilaði sex leiki með aðalliðinu á síðustu leiktíð, þrisvar sinnum kom hann inn af bekknum í deildinni og svo spilaði hann tvo heila bikarleiki auk þess að koma einu sinni af bekknum.

Horsens vann dönsku B-deildina í vor og mun því spila í efstu deild í haust.

Það verður áhugavert að sjá hvort Stagaard takist að ryðja sér leið inn í byrjunarlið Skagamanna sem hefur ekki gengið vel að halda boltanum úr eigin neti.

Skagamenn eru í fallbaráttu Bestu deildarinnar með 8 stig eftir 11 umferðir og 22 mörk fengin á sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner