Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. júlí 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mistök að hafa ekki farið til Liverpool
Mario Götze.
Mario Götze.
Mynd: PSV
Þýski miðjumaðurinn Mario Götze viðurkennir að það sé ákveðin eftirsjá fólgin í því hjá sér að hafa ekki gengið í raðir Liverpool á sínum tíma.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi fá Götze til félagsins árið 2016 en þeir tveir náðu mjög vel saman hjá Borussia Dortmund.

Götze ákvað hins vegar að fara aftur til Borussia Dortmund. Í staðinn sótti Klopp kantmann frá Southampton að nafni Sadio Mane.

„Liverpool hafði endaði í áttunda sætið árið áður en Jurgen var að byggja upp eitthvað og þegar ég lít til baka, þá hefði Liverpool verið betra," segir Götze, sem nýverið gekk í raðir Eintracht Frankfurt, við Bild.

Ferill Götze hefur ekki farið eins og fólk átti von á þegar hann sló í gegn með Dortmund á sínum tíma. Leiðin hefur legið niður á við síðan þá. Hann fór til Bayern München þar sem hann var ekki í mjög stóru hlutverki og tók það einhvern veginn taktinn úr ferli hans.

Það hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef hann hefði farið til Liverpool á sínum tíma því hæfileikarnir eru einhvers staðar þarna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner