Edu Gaspar hefur verið ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Nottingham Forest en það er ný staða hjá félaginu.
Edu var áður hjá Arsenal í því starfi. Hann er 47 ára Brasilíumaður en á leikmannaferlinum lék hann með Corinthians í heimalandinu, Arsenal og spænska liðinu Valencia.
Edu var áður hjá Arsenal í því starfi. Hann er 47 ára Brasilíumaður en á leikmannaferlinum lék hann með Corinthians í heimalandinu, Arsenal og spænska liðinu Valencia.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla og stoltur af traustinu sem mér er sýnt. Þetta verkefni tengist djúpt gildum mínum varðandi nýsköpun og langtímaáætlunum. Ég hlakka til að byggja upp alþjóðlegt fótboltamódel sem er samkeppnishæft, sjálfbært og í samræmi við metnað forseta okkar," sagði Edu.
Í nýja hlutverki sínu segir Forest að Edu muni „hafa umsjón með öllum störfum sem tengjast fótboltanum, þar á meðal ráðningum, frammistöðu, stefnumótun liðsins og þróun leikmanna“.
Nottingham Forest is proud to announce the appointment of Edu Gaspar as Global Head of Football, a newly established leadership role overseeing football operations.
— Nottingham Forest (@NFFC) July 7, 2025
Athugasemdir