,,Það er alltaf gaman að koma norður, frábærar aðstæður og ennþá betra að fara í burtu með þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Rúnars Kristinssonar eftir sigur hans manna í KR á Þór í kvöld.
,,Þeir voru betri fyrsta korterið, áttu fín færi og skot í slá en svo tókum við yfir leikinn. Við áttum þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum átt að nýta betur. Eftir að við komumst yfir byrjuðu þeir að pressa á okkur og náðu að jafna. Eftir það náðum við okkar spili í gang aftur og að skora mörkin tvö sem þurfti."
KR-ingar fengu tvö víti í leiknum. Það fyrra tók Bjarni Guðjónsson en það seinna tók Óskar Örn Hauksson. Bæði enduðu í netinu en hvers vegna skildi Rúnar hafa skipt um skyttu? ,,Bjarni spurði mig að þessu líka eftir leikinn. Ég vil bara ekki að sami maðurinn taki tvö víti í sama leiknum, það er bara þannig," sagði Rúnar að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir