Víkingur vann 2-1 sigur á Fram á Víkingsvelli fyrr í kvöld. Liðið er nú með fjögurra stiga forystu á toppi Bestu-deildarinnar. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður að leik loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Fram
„Þetta var hörkuleikur. Framararnir voru öflugir, voru þéttir og sterkir. Við spiluðum nógu vel til að knýja fram sigur. Í fyrri hálfleik sköpuðum við nóg af góðum færum og fengum góðar stöður til að komast yfir.“
„Í seinni hálfleik komumst við yfir með mikilvægu marki. Virkilega klaufalegt mark sem við fáum á okkur en við brugðumst rétt við og héldum áfram að herja á þá. Það kom í lokin glæsilegt mark hjá Gylfa.“
Fjórar umferðir eru eftir af Bestu-deildinni og Víkingur er með fjögurra stiga forskot á toppnum. Valur á leik til góða en þeir mæta Breiðabliki á morgun.
„Mikilvæg þrjú stig sem við fáum núna. Fjórir leikir eftir og nóg af stigum í pottinum. Eins og við ákváðum fyrir löngu síðan, eftir leikinn á móti Bröndby, þetta eru allt úrslitaleikir sem eru eftir. Við erum búnir að standast prófið hingað til. Við ætlum að koma inn í leiki af þessum krafti sem við erum búnir að gera.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir