Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Rashford lagði upp í öruggum sigri Barcelona
Mynd: EPA
Ferran Torres lagði gunninn að góðum sigri Barcelona gegn Getafe í spænsku deildinni í kvöld.

Hann skoraði tvennu í fyrri hálfleik. Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Marcus Rashford sendingu inn fyrir vörn Getafe og lagði boltann út í teiginn, Dani Olmo mætti inn á teiginn og skoraði og innsiglaði sigur Barcelona.

Rashford skoraði sín fyrstu mörk fyrir Barcelona gegn Newcastle í Meistaradeildinni á dögunum en hann hefur lagt upp tvö mörk í síðustu tveimur deildarleikjum.

Barcelona er með 13 stig í 2. sæti eftir fimm umferðir. Liðið er tveimur stigum á eftir Real Madrid. Getafe er með níu stig í 8. sæti.

Elche vann nýliðaslaginn gegn Real Oviedo. Elche hefur byrjað vel en liðið er í 5. sæti með níu stig. Oviedo er með þrjú stig í 17. sæti.

Barcelona 3 - 0 Getafe
1-0 Ferran Torres ('15 )
2-0 Ferran Torres ('34 )
3-0 Dani Olmo ('62 )

Elche 1 - 0 Oviedo
1-0 Andre Silva ('9 )
Athugasemdir