Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 21. september 2025 23:06
Gunnar Bjartur Huginsson
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Guðmundur Kristjánsson var öflugur í öftustu línu.
Guðmundur Kristjánsson var öflugur í öftustu línu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti FH á Samsungvellinum í Bestu deild karla í kvöld. Um var að ræða hörkuleik en bæði lið hafa verið á góðri siglingu upp á síðkastið. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og er óhætt að segja að það hafi verið sanngjörn niðurstaða. 

Þetta var baráttuleikur, erfiður leikur. Við skoruðum færri mörk en við ætluðum okkur og fengum færri stig. Það er stundum þannig, við erum búnir að vinna marga leiki í röð og nú var það stoppað. Við þurfum að meta það hvað við gerðum vel í þessum leik og hvað við gerðum illa. Við þurfum aðeins að skoða hvað veldur og hvað við hefðum geta gert betur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  0 FH

Jökull Elísabetarson var fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í kvöld en hann tók út leikbann. Það kom því í hlut Þórarins Inga Valdimarssonar að stýra liðinu í kvöld. Aðspurður hvort það breytti einhverju að hafa ekki aðalþjálfarann á hliðarlínunni sagði Þórarinn:

Það er góð spurning. Kannski hefðum við unnið, hefði hann verið með. Kannski hefðum við tapað, hefði hann verið með. Það er erfitt að segja en auðvitað viljum við hafa alla sem við getum með okkur. Við vorum með tvo leikmenn í banni og einn þjálfara. Auðvitað er alltaf betra að allir séu tiltækir en hvort það hafi verið afgerandi fyrir leikinn veit ég ekki. Klárlega vil ég frekar hafa hann á hliðarlínunni, heldur en upp í stúku. Hann gerir töluvert meira gagn þar, þó að það fari kannski betur um hann í stúkunni."

Þetta var fyrsti leikur efri hluta Bestu deildar karla eftir tvískiptingu og var því vel mætt og mikil spenna í loftinu. Það eru ansi margir sem hafa skoðun á tvískiptingunni en Guðmundi kann nokkuð vel við fyrirkomulagið. 

Það hljóta allir að hafa skoðun á þessu fyrirkomulagi. Ég sjálfur myndi vilja að spila þéttar, hafa styttra bil á milli leikja og halda meiri spennu. Ég væri til í það og held að það myndi auka spennu í mótinu."

Viðtalið má finna í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner