Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 22:20
Kári Snorrason
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingum fyrr í kvöld. Hann kom engu að síður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Sorglegt tap. Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði, hversu mikið þeir lögðu mikið í þetta og hversu öflugir þeir voru. Við náðum að loka vel á Víkinga, þeir opnuðu okkur kannski tvisvar, þrisvar í fyrri hálfleik en nýttu ekki þá sénsa. Í síðari hálfleik fannst mér þeir ekki opna okkur neitt og leikurinn í jafnvægi.“

Fram fékk á sig umdeilda vítaspyrnu.

„Það er ákvörðun dómarans, sem er að mínu mati besti dómari landsins, hann leyfir oftast smá hörku sem er flott. Ég held að hann hafi gert stór mistök í að dæma vítaspyrnu. Í kjölfarið vilja þeir að markvörðurinn okkar hafi hreyft sig of snemma af línunni, ef svo er þá hlýtur það að vera rétt.“

„Ég set spurningamerki við aðhlaup Helga líka, hann nánast stoppar í aðhlaupinu sem er bannað líka. Menn gleyma stundum að horfa á það líka. Ég er ekki viss um að þeir hafi horft á spyrnumanninn.“


Rúnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Ég missti mig aðeins. Alex og Helgi lenda í samstuði, Alex er hrint í bakið og lendir hné í hné við Helga sem liggur sárkvalinn eftir. Dómarinn dæmir ekki og leikurinn heldur áfram. Svo því að Helgi er kvalinn og dómarinn stoppar leikinn. Allt í einu dæmir hann aukaspyrnu og gefur Alexi gult spjald þegar hann ætlaði ekki að dæma. Það fyllti aðeins mælinn. Þetta var bara hluti leiksins. Svo var ég búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner