Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 21. september 2025 22:20
Kári Snorrason
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingum fyrr í kvöld. Hann kom engu að síður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Sorglegt tap. Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði, hversu mikið þeir lögðu mikið í þetta og hversu öflugir þeir voru. Við náðum að loka vel á Víkinga, þeir opnuðu okkur kannski tvisvar, þrisvar í fyrri hálfleik en nýttu ekki þá sénsa. Í síðari hálfleik fannst mér þeir ekki opna okkur neitt og leikurinn í jafnvægi.“

Fram fékk á sig umdeilda vítaspyrnu.

„Það er ákvörðun dómarans, sem er að mínu mati besti dómari landsins, hann leyfir oftast smá hörku sem er flott. Ég held að hann hafi gert stór mistök í að dæma vítaspyrnu. Í kjölfarið vilja þeir að markvörðurinn okkar hafi hreyft sig of snemma af línunni, ef svo er þá hlýtur það að vera rétt.“

„Ég set spurningamerki við aðhlaup Helga líka, hann nánast stoppar í aðhlaupinu sem er bannað líka. Menn gleyma stundum að horfa á það líka. Ég er ekki viss um að þeir hafi horft á spyrnumanninn.“


Rúnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Ég missti mig aðeins. Alex og Helgi lenda í samstuði, Alex er hrint í bakið og lendir hné í hné við Helga sem liggur sárkvalinn eftir. Dómarinn dæmir ekki og leikurinn heldur áfram. Svo því að Helgi er kvalinn og dómarinn stoppar leikinn. Allt í einu dæmir hann aukaspyrnu og gefur Alexi gult spjald þegar hann ætlaði ekki að dæma. Það fyllti aðeins mælinn. Þetta var bara hluti leiksins. Svo var ég búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner