Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Kem sjálfum mér stundum á óvart
Mynd: EPA
Arsenal og Man City skildu jöfn á Emirates vellinum í úrvalsdeildinni í dag. Gabriel Martinelli jafnaði metin í uppbótatíma eftir að Erling Haaland hafði komið City yfir.

„Ég er svekktur með úrslitin. En á síðustu leiktíð jöfnuðum við undir lokin á Etihad og þeir jafna hér, svona er fótboltinn," sagði Guardiola.

City lagði Man Utd um síðustu helgi og Napoli í Meistaradeildinni á fimmtudaginn.

„Við vorum ótrúlega sterkir, þetta hefur verið erfið vika fyrir okkur gegn erfiðum andstæðingum. Spila á fimmtudaginn og svo ferðast til London á sunnudegi, þetta er krefjandi. Andstæðingurinn er mjög góður svo úrslitin eru sanngjörn," sagði Guardiola.

Guardiola stillti upp sama byrjunarliði í dag og var gegn Man Utd og Napoli.

„Ég vaknaði í gærmorgun og sagði að þessir leikmenn myndu spila. Ég kem sjálfum mér stundum á óvart. Ég er að eldast."
Athugasemdir
banner