Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Víkings í 2-1 sigri á Fram fyrr í kvöld. Víkingur er með fjögurra stiga forystu á toppi Bestu-deildarinnar, Gylfi mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Fram
„Þetta var mjög erfitt. Kannski gerir þetta aðeins sætara að skora svona seint í uppbótartíma og að ná að halda út í lokin. Við spilum á móti mjög öflugu varnarlega vel skipulögðu liði. Eftir markið þeirra í seinni hálfleik vorum við heppnir og ekki heppnir. Við erum ánægðir með þrjú stig.“
Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu.
„Ég sá bara klafs, sá ekki hvor sparkaði í hvern. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur þannig það er mjög erfitt að dæma um þetta. Ég held að það sé tímabært fyrir dómarana að fá einhvers konar VAR hjálp. Þetta er nógu erfitt starf. Eins og til dæmis körfuboltinn er með þetta á Íslandi. Ég hlýt að geta haldið því fram að það sé hægt að setja þetta upp fyrir fótboltann líka.“
Víkingur er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot.
„Það þýðir tvö stig, ekkert annað en það samt. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum til að spila fyrir. Við eigum hörkuleik næsta mánudag og við gerum okkur klára fyrir hann.“
Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir