Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Logi lagði upp dramatísk sigurmark - Lið Kristófers með tólf stig í mínus
Logi Tómasson
Logi Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Jónsson
Kristófer Jónsson
Mynd: Triestina
Logi Tómasson lagði upp dramatískt sigurmark í sigri Samsunspor gegn Karagumruk í tyrknesku deildinni í dag.

Staðan var 2-2 allt fram á þriðju mínútu í uppbótatíma þegar Logii lagði upp sigurmarkið á Anthony Musaba. Logi fékk langa sendingu fram völlinn og hann lagði boltann út í teiginn og Musaba skoraði örugglega.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Kasimpasa í sterku jafntefli gegn Fenerbahce. Marco Asensio kom Fenerbahce yfir snemma leiks.

Kasimpasa missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Manni færri tókst þeim að jafna metin og 1-1 urðu lokatölur. Samsunspor er í 4. sæti með 11 stig eftir sex umferðir. Kasimpasa ermeð fimm stig í 12. sæti.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina í 2-1 sigri gegn Arzignano í ítölsku C-deildinni. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ítalska sambandið hefur dregið 20 stig af liðinu. Liðið er sem stendur með 12 stig í mínús eftir fimm umferðir.

Logi Hrafn Róbertsson kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik í 2-1 sigri Istra 1961 gegn Osijek í króatísku deildinni. Danijel Dejan Djuric var ónotaður varamaður. Istra er í 7. sæti með átta stig eftir sjö umferðir.

Oliver Stefánsson spilaði fyrri hálfleikinn í 4-0 tapi Tychy gegn Pruszkow í næst efstu deild í Póllandi. Tychy er með 11 stig eftir tíu umferðir í 13. sæti en Pruszkow er á botninum með sex stig.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í síðasta leik Panathinaikos en hann var ónotaður varamaður í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Olympiakos í grísku deildinni. Panathinaikos er aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir.

Al Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tapaði 1-0 gegn Ajman. Milos Milojevic er stjóri liðsins. Al Sharjah er með fjögur stig eftir fjórar umferðir.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi Sarpsborg gegn Stromsgodset í norsku deildinni. Viðar Ari Jónsson kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi HamKam gegn Tromsö. Sarpsborg er í 10. sæti með 28 stig eftir 22 umferðir. HamKam er í 14. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner