Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert á bekknum í grátlegu tapi - Lookman sneri aftur eftir verkfall
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var á bekknum í svekkjandi tapi Fiorentina gegn Como í ítölsku deildinni í dag. Hann er að snúa til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik gegn Aserbaísjan fyrr í þessum mánuði.

Rolando Mandragora kom Fiorentina yfir snemma leiks en Como kom til baka í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom seint í uppbótatíma.

Inter byrjar brösuglega í deildinni undir stjórn Cristian Chivu en liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. Liðið vann nauman sigur gegn Sassuolo í kvöld.

Nýliðar Cremonese eru enn ósigraðir eftir markalaust jafntefli gegn Parma. Jamie Vardy var ekki í leikmannahópi Cremonese vegna meiðsla.

Ademola Lookman kom inn á, í sínum fyrsta leik á tímabilinu, undir lokin í öruggum sigri Atalanta gegn Torino. Hann fór í tveggja vikna verkfall eftir að hafa ekki fengið að fara frá félaginu í sumarglugganum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 4 3 1 0 8 4 +4 10
2 Milan 4 3 0 1 7 2 +5 9
3 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
4 Roma 4 3 0 1 3 1 +2 9
5 Atalanta 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Cremonese 4 2 2 0 5 3 +2 8
7 Cagliari 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Como 4 2 1 1 5 3 +2 7
9 Udinese 4 2 1 1 4 5 -1 7
10 Inter 4 2 0 2 11 7 +4 6
11 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
12 Torino 4 1 1 2 1 8 -7 4
13 Lazio 4 1 0 3 4 4 0 3
14 Sassuolo 4 1 0 3 4 7 -3 3
15 Verona 4 0 3 1 2 6 -4 3
16 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
17 Fiorentina 4 0 2 2 3 6 -3 2
18 Parma 4 0 2 2 1 5 -4 2
19 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir
banner
banner