fös 07. ágúst 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Visir/Stöð 2 Sport 
„Fáránlegt að taka þetta ekki til baka með VAR miðað við þessar myndir"
Depay skoraði með Panenka vítaspyrnu.
Depay skoraði með Panenka vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Davíð skilur ekki af hverju dómnum í fyrra vítinu var ekki breytt.
Davíð skilur ekki af hverju dómnum í fyrra vítinu var ekki breytt.
Mynd: Getty Images
Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í leik Juventus og Lyon sem Juve sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var seinni leikurinn í viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lyon vann fyrri leikinn, 1-0, á heimavelli. Úrslitin í kvöld þýða því að Lyon fer áfram og mætir Manchester City í 8-liða úrsitunum í næstu viku.

Memphis Depay skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann tók með Panenka tækninni, vippaði á mitt markið. Rodrigo Bentancur, leikmaður Juventus, renndi sér inn á eigin vítateig og víti dæmt. Houssem Aouar féll í teignum en svo virðist sem Bentancur renni sér og sparki boltanum í Aouar. Spurning er svo með Federico Bernadeschi sem elti Aouar.

VAR myndbandsdómgæslan er til staðar á öllum leikjum á þessu stigi Meistaradeildarinnar og við skoðun var dómnum ekki breytt. Seinna í leiknum fékk Juventus vítaspyrnu þegar Cristiano Ronaldo tók aukaspyrnu sem fór í hönd Memphis Depay í varnarvegg Lyon. Þessi atvik voru rædd í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

„Ef þú horfir bara á líkamann þá getur maður alveg skilið að hann hafi dæmt víti en svo sér maður að hann fer í boltann," sögðu Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson um vítið sem var dæmt á Juventus. Davíð hélt áfram: „Það er fáránlegt að taka þetta ekki til baka með VAR miðað við þessar myndir." Kjartan sagði þá að atvikið hefði einungis verið endursýnt einu sinni í leiknum og sagði að það hefði virkað eins og menn skömmuðust sín fyrir þennan dóm.

„Ég bara skil þetta ekki. Þetta er miklu verra en mér fannst þetta fyrst," sagði Hjörvar Hafliðason eftir að atvikið hafði verið endursýnt nokkrum sinnum.

Um seinni vítaspyrnudóminn hafði Davíð eftirfarandi að segja: „Einhvers staðar heyrði ég að reglurnar væru þannig ef að boltinn færi í höndina og boltinn á leið að marki þá sé það hendi víti hvort sem það er óvart eða ekki. Ef að það er réttur skilningur á reglunum þá er þetta réttur dómur."

Atvikin má sjá hér að neðan en umræðuna má heyra í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Athugasemdir
banner
banner
banner