Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 07. ágúst 2022 21:52
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að nota meiri orku en við vonuðumst eftir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við glötruðum niður 3-2 forskoti en að sama skapi vorum við 2-0 undir og alveg bara með bakið upp við kaðlana en fyrst og fremst mikið hrós til Framararna, þetta var frábær leikur. Við vorum mjög góðir og Framarar voru mjög góðir þannig 3-3 en ég á reyndar eftir að sjá jöfnunarmarkið aftur hjá Fram og hvort ég þurfi að röfla aðeins í dómaranum eða ekki en þetta var bara mjög skemmtilegur leikur og örugglega versta liðið  sem við gátum fengið á þessum tímapunkti voru Framarar, þeir eru vel spilandi og við þurftum að nota meiri orku en ég vonaðist eftir til að halda okkur inn í leiknum." sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld í stórskemmtilegum fótboltaleik.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

Umdeilt atvik var undir lok leiks þegar Framarar fengu hornspyrnu og Brynjar Gauti skoraði jöfnunarmark Framarar en Ingvar Jónsson virðist halda boltanum áður en Brynjar Gauti setti boltann í netið og Arnar var spurður út út í það

„Það er bara svona, þetta er búið að vera svona hálf slappt sumar hjá okkur þannig séð með ýmsa ákvarðanir, en svona er þetta bara. Það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu, maður fer örugglega að grenja í haust ef nokkrar ákvarðanir verður til þess valdandi að þú missir kannski af titlinum góða en ég meina ef þetta er rétt þá eru þetta bara mistök hjá Helga og það er ekkert við því að gera."

Víkingur Reykjavík lenti 2-0 undir og gegn gangi leiksins má segja en sýndu gríðarlegan karakter og snéru leiknum við með þremur mörkum.

„Það kom mikill kraftur. Við skorum snemma eftir að þeir komast í 2-0 og það hefði verið ömurlegt ef leikurinn hefði dregist í 20-30 mínútur í viðbót en við skorum snemma og ég veit ekki hvað við fengum mörg dauðafæri í fyrri hálfleik en þá kom orkustig og varamennirnir komu með mikla orku, við náum að jafna og svo kom það sem ég hélt að yrði sigurmark leiksins og miðavið hvernig leikurinn var að þróast þannig gríðarlega svekkjandi að ná ekki að klára 3-2 og það hefði gefið okkur mikið boozt miðavið úrslit kvöldsins en við unnum allaveganna eitt stig á Blikana og KA líka að narta í hælana á okkur þannig ég hef alltaf sagt að þetta fer alltaf til loka dags og verður spennandi."

Viðtalið í heild sinni má sjá sjónvarpinu hér að ofan þar sem Arnar Gunnlaugsson þar sem hann ræðir meðal annars um verkefnið sem framundan er gegn Lech Poznan.


Athugasemdir
banner
banner