Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 07. ágúst 2022 21:52
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að nota meiri orku en við vonuðumst eftir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við glötruðum niður 3-2 forskoti en að sama skapi vorum við 2-0 undir og alveg bara með bakið upp við kaðlana en fyrst og fremst mikið hrós til Framararna, þetta var frábær leikur. Við vorum mjög góðir og Framarar voru mjög góðir þannig 3-3 en ég á reyndar eftir að sjá jöfnunarmarkið aftur hjá Fram og hvort ég þurfi að röfla aðeins í dómaranum eða ekki en þetta var bara mjög skemmtilegur leikur og örugglega versta liðið  sem við gátum fengið á þessum tímapunkti voru Framarar, þeir eru vel spilandi og við þurftum að nota meiri orku en ég vonaðist eftir til að halda okkur inn í leiknum." sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 3-3 jafnteflið gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld í stórskemmtilegum fótboltaleik.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Víkingur R.

Umdeilt atvik var undir lok leiks þegar Framarar fengu hornspyrnu og Brynjar Gauti skoraði jöfnunarmark Framarar en Ingvar Jónsson virðist halda boltanum áður en Brynjar Gauti setti boltann í netið og Arnar var spurður út út í það

„Það er bara svona, þetta er búið að vera svona hálf slappt sumar hjá okkur þannig séð með ýmsa ákvarðanir, en svona er þetta bara. Það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu, maður fer örugglega að grenja í haust ef nokkrar ákvarðanir verður til þess valdandi að þú missir kannski af titlinum góða en ég meina ef þetta er rétt þá eru þetta bara mistök hjá Helga og það er ekkert við því að gera."

Víkingur Reykjavík lenti 2-0 undir og gegn gangi leiksins má segja en sýndu gríðarlegan karakter og snéru leiknum við með þremur mörkum.

„Það kom mikill kraftur. Við skorum snemma eftir að þeir komast í 2-0 og það hefði verið ömurlegt ef leikurinn hefði dregist í 20-30 mínútur í viðbót en við skorum snemma og ég veit ekki hvað við fengum mörg dauðafæri í fyrri hálfleik en þá kom orkustig og varamennirnir komu með mikla orku, við náum að jafna og svo kom það sem ég hélt að yrði sigurmark leiksins og miðavið hvernig leikurinn var að þróast þannig gríðarlega svekkjandi að ná ekki að klára 3-2 og það hefði gefið okkur mikið boozt miðavið úrslit kvöldsins en við unnum allaveganna eitt stig á Blikana og KA líka að narta í hælana á okkur þannig ég hef alltaf sagt að þetta fer alltaf til loka dags og verður spennandi."

Viðtalið í heild sinni má sjá sjónvarpinu hér að ofan þar sem Arnar Gunnlaugsson þar sem hann ræðir meðal annars um verkefnið sem framundan er gegn Lech Poznan.


Athugasemdir
banner