Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 07. ágúst 2022 14:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fulham gerir lítið úr ummælum Klopp - „Eru þetta tárin hans?"
Fulham gerði jafntefli við Liverpool á heimavelli sínum, Craven Cottage, en Fulham komst upp í úrvalsdeildina með því að sigra Championship deildina á síðustu leiktíð.

Fulham komst tvisvar yfir í leiknum en Alexandar Mitrovic skoraði bæði mörk liðsins. Mohamed Salah og Darwin Nunez skoruðu fyrir Liverpool.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool var ekki sáttur með völlinn en hann taldi grasið alltof þurrt.

Fulham deildi mynd af vellinum á Twitter í morgun þar sem er verið að vökva hann fyrir leikinn í gær. Einn stuðningsmaður skrifar undir myndina og spyr hvort þetta séu tárin hans Klopp.


Athugasemdir
banner