Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 07. ágúst 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar aftur til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Stjórn Barcelona er klofin vegna brasilíska leikmannsins Neymar en það er til umræðu um að fá hann aftur til félagsins frá Paris Saint-Germain. Þetta kemur fram í Mundo Deportivo.

Neymar var seldur til Paris Saint-Germain árið 2017 fyrir metfé eða 222 milljónir evra.

Það er met sem verður seint slegið en það verður gert þá verður það eitthvað félagið í Sádi-Arabíu sem mun slá það.

Brasilíumaðurinn er óánægður hjá PSG og vill komast burt frá félaginu og er sú tilfinning gagnkvæm.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur en Mundo Deportivo segir að Barcelona sé alvarlega að íhuga að fá hann aftur til félagsins.

Ekki eru allir í stjórn Barcelona sammála um endurkomu hans en þó hann myndi klárlega laða fleiri að á völlinn þá eru margir stjórnarmenn hræddir um að hann yrði meira utan vallar en innan vallar, eins og hefur verið raunin hjá PSG.

Xavi, þjálfari Barcelona, telur það ekki forgangsatriði að fá hann í sumar, en Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, er efstur á hans lista.

Ef Neymar kæmi til Barcelona yrði hann að taka á sig launalækkun og þá kæmi hann á láni enda myndi PSG líklega ekki sætta sig við minna en 100 milljónir evra fyrir þennan 31 árs gamla leikmann.
Athugasemdir
banner
banner