Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mið 07. ágúst 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Angel Di María áfram hjá Benfica (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn knái Ángel Di María er búinn að gera eins árs samning við Benfica í Portúgal eftir misheppnaða tilraun til að snúa aftur í argentínska boltann í sumar.

   31.07.2024 14:14
Svínshöfuð og byssukúla í sendingu til systur Di María


Di María er 36 ára gamall en sinnti þrátt fyrir það lykilhlutverki á hægri kantinum hjá Benfica á síðustu leiktíð, þar sem hann kom að 32 mörkum í 48 leikjum með félaginu.

Di María er enn mikilvægur hlekkur í ógnarsterku landsliði Argentínu þrátt fyrir hækkandi aldur en það er mögulegt að þetta verði hans síðasta tímabil í Evrópu.

Draumur Di María er að snúa aftur heim til uppeldisfélagsins en það gæti endað svo að hann kjósi að spila í Sádi-Arabíu eða Bandaríkjunum á lokaárunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner