Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 14:14
Elvar Geir Magnússon
Svínshöfuð og byssukúla í sendingu til systur Di María
Mynd: EPA
Argentínski vængmaðurinn Angel Di María segist hafa hætt við að snúa aftur til uppeldisfélags síns Rosario Central vegna líflátshótana. Honum og fjölskyldumeðlimum hans hefur verið hótað.

Di María ætlaði að klára ferilinn hjá argentínska félaginu en er nú að skoða stöðuna upp á nýtt. Hann segir að systir sín hafi fengið ansi óhugnarlega sendingu.

Sent hafi verið box til hennar sem innihélt svínshöfuð með byssukúlu í enninu. Með hafi fylgt pappírsmiði þar sem stóð að ef hann myndi snúa aftur til Rosario Central yrði dóttir hans næsta fórnarlamb.

„Þetta var hræðileg upplifun. Um tíma grétum við á hverri nóttu yfir því að geta ekki átt þessa draumaendurkomu," segir Di María.

Di María, sem er 36 ára og hætti að spila með landsliðinu eftir Copa America, er án félags eftir að hafa yfirgefið Benfica eftir síðasta tímabil.

Hann kom upp úr unglingastarfi Rosario Central og spilaði fyrir aðalliðið 2005-2007 áður en hann hélt til Evrópu og lék fyrir Benfica, Real Madrid, Manchester United, PSG, Juventus og svo aftur Benfica.
Athugasemdir
banner
banner