Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mið 07. ágúst 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Solanke gefur Tottenham grænt ljós
Dominic Solanke á leið í Tottenham?
Dominic Solanke á leið í Tottenham?
Mynd: Getty Images

Tottenham hafa verið mjög mikið orðaðir við enska framherjann Dominic Solanke en hann er metinn á 65 milljónir evra af félaginu hans, Bournemouth.


Solanke hefur gefið Tottenham grænt ljós að hefja samtalið milli hans og félagsins. Félagið hefur hins vegar ekki sett sig í samband við 26 ára gamla framherjann en eru í viðræðum við Bournemouth.

Það er klásúla í samningnum hans Solanke sem segir að hann megi fara fyrir 65 milljónir punda ef stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er á eftir honum sem Tottenham er.

Tottenham er í leit af framherja en þeir voru að lána Alejo Veliz í spænska boltann í dag. Richarlison, Timo Werner og Brennan Johnson er leikmenn sem geta leyst stöðuna af í dag. Ef Solanke kemur inn í liðið er hann hugsaður sem byrjunarliðsleikmaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner