Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 07. september 2020 20:37
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni
Lengjudeildin
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Meðan að það er auðvelt að meiða okkur svona og við fáum á okkur ódýr mörk í boxinu eftir föst leikatriði, trekk í trekk og leik eftir leik - þá auðvitað er svekkelsið mikið. Þeir voru grimmari í boxinu, þó að þetta hafi ekki verið nein færi,'' sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir 1-3 tap gegn Keflavík á Þórsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Eins og allir vita, þá breyta mörk leikjum mikið, þannig að þetta var erfitt og það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar að við lekum auðveldlega svona mörkum. Sérstaklega á heimavelli. Ömurlegt.''

Þórsarar komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en strönduðu oftar en ekki á Sindra Kristni i marki Keflavíkur.

„Já, mörk auðvitað breyta leikjum. Klárlega gat Þórsliðið skorað 3-4 mörk í dag. Hann varði tvisvar geggjaðslega vel en það þýðir bara ekkert að væla yfir því. Mörk telja í fótbolta og að er það sem skiptir máli. Þau láku inn hinu megin.''

Hann hélt áfram:

„Erfitt þegar maður sér að liðið er í gírnum og við byrjum leikinn, komumst yfir en svo hálfpartinn deyr leikurinn hérna á smá kafla með einhverju klafsi og seinni bolta inní boxi og mark. Auðvitað fer hausinn langt ofan í bringu og erfitt kannski að rífa allt liðið upp eftir það''

Þórsarar eru nú 7 stigum frá 2. sæti og ekki útlit fyrir að þeir spili í Pepsi Max deildinni á næsta ári.

„Við erum eiginlega búnir að stimpla okkur út, ef að menn hafi einhverntímann verið með það í kollinum að við værum að blanda okkur af alvöru í þessa toppbaráttu. Ég held að það hafi nú farið mesti sjarminn af því í dag og við þurfum þá bara að fókusa á að klára þetta mót eins og menn, eða bara fara heim að grenja,'' sagði Páll að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir