Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 07. september 2020 20:37
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni
Lengjudeildin
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Meðan að það er auðvelt að meiða okkur svona og við fáum á okkur ódýr mörk í boxinu eftir föst leikatriði, trekk í trekk og leik eftir leik - þá auðvitað er svekkelsið mikið. Þeir voru grimmari í boxinu, þó að þetta hafi ekki verið nein færi,'' sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir 1-3 tap gegn Keflavík á Þórsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Eins og allir vita, þá breyta mörk leikjum mikið, þannig að þetta var erfitt og það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar að við lekum auðveldlega svona mörkum. Sérstaklega á heimavelli. Ömurlegt.''

Þórsarar komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en strönduðu oftar en ekki á Sindra Kristni i marki Keflavíkur.

„Já, mörk auðvitað breyta leikjum. Klárlega gat Þórsliðið skorað 3-4 mörk í dag. Hann varði tvisvar geggjaðslega vel en það þýðir bara ekkert að væla yfir því. Mörk telja í fótbolta og að er það sem skiptir máli. Þau láku inn hinu megin.''

Hann hélt áfram:

„Erfitt þegar maður sér að liðið er í gírnum og við byrjum leikinn, komumst yfir en svo hálfpartinn deyr leikurinn hérna á smá kafla með einhverju klafsi og seinni bolta inní boxi og mark. Auðvitað fer hausinn langt ofan í bringu og erfitt kannski að rífa allt liðið upp eftir það''

Þórsarar eru nú 7 stigum frá 2. sæti og ekki útlit fyrir að þeir spili í Pepsi Max deildinni á næsta ári.

„Við erum eiginlega búnir að stimpla okkur út, ef að menn hafi einhverntímann verið með það í kollinum að við værum að blanda okkur af alvöru í þessa toppbaráttu. Ég held að það hafi nú farið mesti sjarminn af því í dag og við þurfum þá bara að fókusa á að klára þetta mót eins og menn, eða bara fara heim að grenja,'' sagði Páll að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner