Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mán 07. september 2020 20:37
Daníel Smári Magnússon
Páll Viðar: Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni
Lengjudeildin
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Páll Viðar var skiljanlega svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Meðan að það er auðvelt að meiða okkur svona og við fáum á okkur ódýr mörk í boxinu eftir föst leikatriði, trekk í trekk og leik eftir leik - þá auðvitað er svekkelsið mikið. Þeir voru grimmari í boxinu, þó að þetta hafi ekki verið nein færi,'' sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir 1-3 tap gegn Keflavík á Þórsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Keflavík

„Eins og allir vita, þá breyta mörk leikjum mikið, þannig að þetta var erfitt og það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar að við lekum auðveldlega svona mörkum. Sérstaklega á heimavelli. Ömurlegt.''

Þórsarar komu sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en strönduðu oftar en ekki á Sindra Kristni i marki Keflavíkur.

„Já, mörk auðvitað breyta leikjum. Klárlega gat Þórsliðið skorað 3-4 mörk í dag. Hann varði tvisvar geggjaðslega vel en það þýðir bara ekkert að væla yfir því. Mörk telja í fótbolta og að er það sem skiptir máli. Þau láku inn hinu megin.''

Hann hélt áfram:

„Erfitt þegar maður sér að liðið er í gírnum og við byrjum leikinn, komumst yfir en svo hálfpartinn deyr leikurinn hérna á smá kafla með einhverju klafsi og seinni bolta inní boxi og mark. Auðvitað fer hausinn langt ofan í bringu og erfitt kannski að rífa allt liðið upp eftir það''

Þórsarar eru nú 7 stigum frá 2. sæti og ekki útlit fyrir að þeir spili í Pepsi Max deildinni á næsta ári.

„Við erum eiginlega búnir að stimpla okkur út, ef að menn hafi einhverntímann verið með það í kollinum að við værum að blanda okkur af alvöru í þessa toppbaráttu. Ég held að það hafi nú farið mesti sjarminn af því í dag og við þurfum þá bara að fókusa á að klára þetta mót eins og menn, eða bara fara heim að grenja,'' sagði Páll að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner