Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 15:25
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu sprellimistök Meslier í Færeyjum
Mynd: Getty Images
U21 landslið Færeyja gerði 1-1 jafntefli gegn stjörnuprýddu liði Frakka í gær. Færeyjar pökkuðu í vörn og áttu aðeins eitt skot á markið á meðan franska liðið átti þrjátíu.

Illan Meslier, markvörður franska U21 landsliðsins og aðalmarkvörður Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerði sig sekan um hræðileg mistök.

Flestir bjuggust við öruggum sigri franska liðsins í Gúndadal, sérstaklega eftir að Amine Gouiri kom Frakklandi yfir eftir átta mínútna leik.

En eftir mistök Meslier náði Steffan Lokin að jafna í 1-1 í seinni hálfleik og þrátt fyrir þungar sóknir við erfiðar aðstæður í vindi og rigningu náði Frakkland ekki að finna sigurmark og stiginu var fagnað innilega hjá heimamönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner