Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. september 2022 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand: Finnst þetta ekki rökrétt
Mynd: EPA
„Hann er með 60% sigurhlutfall. Mjög margir stjórar væru hæstánægðir með þann árangur. Þetta er risastór yfirlýsing frá Todd Boehly og nýju stjórn hans. Maður veltir því fyrir sér hver tekur við? Eru þeir með einhvern kláran," veltir Rio Ferdinand, sparkspekingur og fyrrum miðvörður enska landsliðsins og Manchester United, á YouTube rás sinni.

Ferdinand er þarna um brottrekstur Chelsea á Thomas Tuchel í morgun. Tuchel var rekinn eftir slæma byrjun á tímabilinu og var lokaleikur hans tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.

Þeir Graham Potter, Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru hvað mest orðaðir við starfið og þá hefur nafn Brendan Rodgers einnig verið nefnt.

„Potter hefur gert frábæra hluti hjá Brighton. Með fullri virðingu þá mun hann fá kallið frá stærr félagi en Brighton. En mun hann taka það? Þegar hann fór til Brighton breyttist fótboltinn sem liðið spilaði strax. Hann er með skýra hugmyndafræði. Á grasinu þá verður hann flottur en spurningin er hvort hann geti náð til eldri og reynslumeiri leikmanna Chelsea? Hjá Chelsea eru margir ungir leikmenn sem myndu taka vel í hans hugmyndir um leið," sagði Ferdinand um Potter.

En hann skilur ekki alveg hvað Chelsea er að gera.

„Tuchel er góður stjóri, fæstir stjórar sem kæmu inn væru með ferilskrá á við hans. Allir leikmenn sem ég hef rætt við tala á jákvæðan máta um hann. Hann er heiðarlegur og beinskeyttur. Hann veit hvernig hann vill spila. Ég get ekki skilið þetta. Mér finnst þett ekki rökrétt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner