Aston Villa hefur fengið sekt frá evrópska fótboltasambandinu, UEFA, vegna þess að félagið var alltof lengi að skila inn gögnum sem varða fjármál félagsins.
Villa fær 60 þúsund evru sekt fyrir seinaganginn en félagið mun leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust.
Marseille var einnig sektað fyrir brot á þessari reglu og fær franska félagið þó talsvert lægri sekt, sem nemur 20 þúsund evrum.
Nýjar fjármálareglur UEFA segja að félög sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfi að geta sýnt fram á að hafa ekki eytt meira en 90% af hagnaði sínum á síðustu leiktíð.
Á næstu leiktíð verður prósentutalan komin niður í 80% og tímabilið 2026-27 mega félög ekki eyða meira en 70% af hagnaði sínum.
Athugasemdir