Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 07. október 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Sif Atla: Er að jafna mig eftir 90 gráðu setuna
Icelandair
Sif í leiknum gegn Ungverjalandi í ágúst.
Sif í leiknum gegn Ungverjalandi í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif hefur glímt við meiðsli að undanförnu en segist í viðtalinu vera nokkuð góð núna.
Sif hefur glímt við meiðsli að undanförnu en segist í viðtalinu vera nokkuð góð núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frá því í síðasta landsliðsverkefni hef ég verið að glíma við meiðsli aftan í læri og í ökkla en ég er bara fín núna," sagði varnarmaðurinn Sif Atladóttir við Fótbolta.net í gær.

Sif er komin til Liepaja í Lettlandi þar sem Ísland mætir heimakonum í undankeppni EM 2021 á morgun. Hún var í byrjunarliðinu í vináttuleiknum gegn Frökkum ytra á fimmtudaginn en eftir það tók við langt ferðalag hingað til Lettlands.

„Það var langt ferðalag í gær og ég er að jafna mig eftir 90 gráðu setuna allan daginn en ég er góð miðað við allt," sagði Sif.

Ísland tapaði leiknum gegn Frökkum 4 - 0 en hún segist vera nokkuð góð eftir leikinn.

„Þetta var eins og mjög erfið æfing, mikið af hlaupum en ég er frekar góð."

Franska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum. „Við vissum að þetta yrði erfitt verkefni. Frakkar eru að mínu mati eitt besta lið Evrópu í dag og ættu samkvæmt öllu að vera hærra á heimslistanum. Þær sýndu þá yfirburði í leiknum en það var gott fyrir okkur að máta okkur við þær. Við vitum hvað við þurfum að gera til að ná þessari hæð," sagði Sif.

Leikurinn við Letta verður væntanlega mjög frábrugðinn en er eitthvað í leiknum gegn Frökkum sem má taka með sér í hann?

„Já, við erum að reyna að þróa leik okkar áfram og að þora að spila. Ef við þorum að spila frá markmanni á móti Frökkum þá eigum við að geta spilað á móti hvaða liði sem er. Það er eitthvað sem við erum að þróa. Það gekk stundum upp og stundum ekki gegn Frökkunum en við verðum að gera okkar mistök til að finna réttar leiðir. Við tökum með okkur þolinmæði og að þora að halda í boltann í leikinn gegn Lettum," sagði Sif en má segja að við eigum að vera í hlutverki Frakka í leiknum á morgun?

„Já, ef þú skoðar heimslistann erum við stærra liðið en eins og flestir hafa áttað sig á er kvennaknattspyrnan að ýtast upp. Við erum sterkara liðið á pappírunum en við verðum að sýna þolinmæði. Í Slóveníu leiknum sýndum við að með góðri þolinmæði þarf bara eitt mark til að vinna. Lettarnir hafa sýnt að þetta er ekki gefinn leikur en við eigum að geta haldið í boltann og spilað honum eins og Frakkarnir gegn okkur. Við reynum að nýta það."

Leikið er í þriðja stærsta bæ Lettlands, Liepja sem er við vesturströndina. Sif lýst vel á bæinn.

„Þetta er bara frábært. Ég bjóst við að við værum úti í sveit svo þetta er skemmtileg tilbreyting. Frábær borg miðað við allt og huggulegt. Ég hlakka til að fara út að hlaupa," sagði hún að lokum.
Athugasemdir
banner