Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cannavaro stýrir Úsbekistan á HM (Staðfest)
Mynd: EPA
Fabio Cannavaro hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Úsbekistan og mun stýra liðinu á HM á næsta ári. Liðið tryggði sér sæti á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada með jafntefli gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum en liðið tapaði aðeins einum af 15 leikjum sínum í undankeppninni.

Cannavaro er 52 ára en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Dinamo Zagreb í apríl. Hann var stjóri liðsins í þrjá mánuði og stýrði 14 leikjum.

Þessi fyrrum varnarmaður var fyrirliði ítalska landsliðsins á HM 2006 þar sem liðið fór með sigur af hólmi. Hann tekur við af Timur Kapadze sem kom liðinu á HM. Hann tók við af Srecko Katanec sem þurfti að hætta af heilsufarsástæðum.

Cannavaro er fyrrum leikmaður Real Madrid og Juventus en hann hefur stýrt Udinese, Benevento, Al Nassr og kínversku félögunum Quanjian og Guangzhou Evergrande. Hann var einnig landsliðsþjálfari Kína.
Athugasemdir
banner