
Góðan og gleðilegan daginn. Á hverjum degi kíkjum við í slúðurheima í boði Powerade. BBC tók saman það helsta sem verið er að fjalla um í ensku götublöðunum og víðar.
Napoli er í góðri stöðu til að tryggja sér miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) á láni frá Manchester United. Ítalska félagið hefur haldið sambandi við United síðan í sumar. (Sky Sviss)
Manchester United horfir til Unai Emery, stjóra Aston Villa, sem fullkominn kost ef Rúben Amorim verður rekinn. (Fichajes)
Bayern München hefur áhuga á enska varnarmanninum Marc Guehi (25) en samningur hans við Crystal Palace rennur út eftir tímabilið. Hann var næstum genginn í raðir Liverpool í sumar. (Sky Þýskalandi)
Crystal Palace hyggst bjóða miðjumanninum Adam Wharton (21) nýjan samning til að reyna að fæla frá áhuga Liverpool, Chelsea og Manchester City. (Mail)
Þýska félagið Eintracht Frankfurt ætlar að reyna að fá danska sóknarmanninn William Osula (22) lánaðan frá Newcastle í janúar. (Sky Sports)
Nottingham Forest mun reyna að fá Marco Silva, stjóra Fulham, ef Ange Postecoglou verður rekinn. Það er þó ólíklegt að félagið reyni við Silva fyrr en eftir tímabilið. (Mail)
Manchester United vonast til þess að varnarmaðurinn Lisandro Martínez (27) snúi aftur af meiðslalistanum áður en árið er liðið. Argentínumaðurinn hefur ekki spilað í átta mánuði eftir að hafa slitið krossband. (Sun)
Barcelona gæti reynt að fá þýska framherjann Karim Adeyemi (23) frá Borussia Dortmund næsta sumar en samningur hans við þýska félagið er til 2027. (Sky Sviss)
Manchester City ætlar ekki að selja spænska miðjumanninn Rodri (29) til Real Madrid, sama hvaða tilboð berst. (Teamtalk)
Real Madrid er ólíklegt til að losa tyrkneska miðjumanninn Arda Guler (20) í janúar en Arsenal og Newcastle hafa áhuga á honum. (Football Insider)
Barcelona og Juventus munu reyna að fá portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (31) frá Manchester City en samningur hans rennur út næsta sumar. Sádi-arabísku félögin Al-Ahli, Al-Qadsiah og Al-Nassr munu einnig reyna við hann. (Caught Offside)
Athugasemdir