
Sveindís Jane Jónsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Angel City þegar liðið tapaði 1-0 gegn Kansas City Current í bandarísku deildinni í nótt.
Angel City var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en eina tilraun Kansas á markið fór í netið eftir tæplega klukkutíma leik.
Angel City var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en eina tilraun Kansas á markið fór í netið eftir tæplega klukkutíma leik.
Sveindís var tekin af velli þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Angel City err með 24 stig eftir 23 umferðir en liðið er sjö stigum frá sæti í úrslitakeppninni þegar níu stig eru eftir í pottinum. Kansas er á toppnum með 59 stig.
Athugasemdir