Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Yrði ekki hissa ef annað tilboð kæmi frá Liverpool í janúar
Mynd: EPA
Crystal Palace tókst að halda fyrirliða sínum Marc Guehi en hann virtist á leið til Liverpool undir lok sumargluggans.

Samningur varnarmannsins rennur út næsta sumar og auk Liverpool er hann orðaður við Chelsea, Real Madrid, Barcelona og Bayern München.

„Miðað við hvernig vörnin hjá Liverpool hefur verið á þessu tímabili þá kæmi mér ekkert á óvart ef Liverpool gerir aðra tilraun til að fá hann í janúar," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

„Ibrahima Konate hefur átt í erfiðleikum og það þarf meiri áreiðanleika við hlið Virgil van Dijk."

„Samningur Guehi rennur út eftir tímabilið og hann gæti viljað bíða og skoða möguleika sína þá."
Athugasemdir
banner