Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 07. nóvember 2019 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Lærisveinar Heimis ekki unnið í fimm leikjum í röð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það gengur ekki sérstaklega vel hjá Al Arabi þessa dagana og hefur liðið núna ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og spila Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson með liðinu. Aron er meiddur, en Birkir var í byrjunarliðinu gegn Al Sailiya í dag.

Þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga kom Al Arabi yfir undir lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum komu gestirnir til baka.

Meshaal Al Shammari jafnaði á 57. mínútu og þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Mbark Boussoua sigurmarkið. Boussoufa er fyrrum leikmaður Anderlecht, Anzhi Makhachkala og Lokomotiv Moskvu meðal annars.

Birkir var tekinn af velli á 65. mínútu.

Gestirnir spiluðu einum færri frá 84. mínútu eftir Bilel Saidani fékk að líta sitt annað gula spjald, en þeir náðu að halda út.

Lokatölur 2-1 og er Al Arabi í fimmta sæti með 14 stig, eins og Al Sailiya. Al Arabi á þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner