Real Madrid hefur sett tvö nöfn á blað ef ákvörðun verður tekin um að reka Carlo Ancelotti á miðju tímabili.
Spænskir fjölmiðlar hafa talað um að það sé mögulegt að Real Madrid muni reka Ancelotti á miðju tímabili. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan 2019 sem félagið rekur stjóra sinn þegar tímabilið er í gangi.
Spænskir fjölmiðlar hafa talað um að það sé mögulegt að Real Madrid muni reka Ancelotti á miðju tímabili. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan 2019 sem félagið rekur stjóra sinn þegar tímabilið er í gangi.
AC Milan vann Real Madrid 3-1 í Meistaradeildinni í vikunni. Þetta var annar tapleikur Real í röð á heimavelli og liðið hefur tapað tveimur af fjórum leikjum í Meistaradeildinni.
Það er engin spurning að staða Ancelotti sé ótrygg og ljóst að úrslitin næstu vikur þurfi að vera jákvæð.
Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen og fyrrum leikmaður Real, er sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Real Madrid og margir búast við því að hann taki við liðinu næsta sumar. Ef Ancelotti verður rekinn gæti spænska félagið þurft að finna bráðabirgðastjóra út tímabilið en samkvæmt Marca eru tvö nöfn á blaði en það eru Raul, goðsögn hjá Real Madrid og núverandi þjálfari varaliðs félagsins, og Santiago Solari, fyrrum stjóri liðsins.
Athugasemdir