Achraf Hakimi mun fara í frekari skoðun í dag eftir að hafa meiðst í leik PSG gegn Bayern í Meistaradeildinni í dag.
Luis Díaz skoraði tvennu i 2-1 sigri Bayern en hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksins fyrir brot á Hakimi. Luis Enrique, stjóri PSG, sagði að þetta hafi verið óheppilegt atvik.
Luis Díaz skoraði tvennu i 2-1 sigri Bayern en hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksins fyrir brot á Hakimi. Luis Enrique, stjóri PSG, sagði að þetta hafi verið óheppilegt atvik.
„Svona er fótboltinn, þetta er snertiíþrótt," sagði Enrique en hann minntist á meiðsli Jamal Musiala, leikmanns Bayern, sem ökklabrotnaði illa þegar hann lenti í samstuði við Gianluigi Donnarumma, þáverandi markvörð PSG, á HM félagsliða í sumar.
„Þetta er synd því þetta er erfitt fyrir leikmennina. Ég man eftir meiðslunum sem Musiala lenti í í sumar en það er eitt af þessum óheppnu stundum."
Vincent Kompany, stjóri Bayern, tjáði sig einnig um atvikið.
„Það sem skiptir mestu máli er að Hakimi nái að jafna sig fljótt. Þetta var óheppilegt atvik sem getur gerst. Hann ætlaði sér ekki að meiða hann."
Athugasemdir

