Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. desember 2018 19:56
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms að taka við liði í Katar?
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, gæti verið að taka við liði Al Arabi í Katar samkvæmt fréttum í þarlendum fjölmiðlum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fór Heimir frá Íslandi í vikunni til að fara í viðræður við erlent félag. Ekki hefur fengist staðfest hvert félagið er en nú hafa borist fréttir frá Katar um að Heimir gæti mögulega tekið við starfi þar.

Heimir hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í sumar eftir sjö ár í starfi hjá KSÍ. Heimir hefur verið orðaður við nokkur störf síðan þá og nú gæti verið að hann sé að ganga frá samningum.

Tímabilið er í fullum gangi í Katar en Al Arabi er í sjöunda sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni eftir fjórtán umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Umm Salal á morgun.

Al Arabi er frá Doha og spilar heimaleiki sína á velli sem tekur þrettán þúsund áhorfendur í sæti. Liðið hefur sjö sinnum orðið meistari í Katar, síðast árið 1997. Á meðal fyrrum þjálfara liðsins eru Gianfranco Zola og Dan Petrescu fyrrum leikmenn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner