Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agbonlahor um Klopp: Hann er smábarn
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tók ekk vel í brandara hjá þáttastjórnanda Amazon Sports eftir 0-2 sigur á Sheffield United í gær.

Liverpool spilar næsta leik klukkan 12:30 á laugardaginn en Marcus Buckland hjá Amazon Sport grínaðist með það að það væri uppáhalds leiktími Klopp. Þeir sem fylgjast með fótbolta vita að svo er sannarlega ekki.

Klopp var ekki hrifinn af þessum brandara og hló ekki. Hann sakaði „Ef þú gerir grín að því, trúðu mér þá ertu algjörlega fáfróður. En það er gott, augljóslega er fótbolti skemmtun og mér skilst að þetta sé allt í góðu," sagði Klopp pirraður og sakaði Buckland um vanvirðingu.

Agbonlahor, sem lék á sínum tíma lengi með Aston Villa, var í útsendingu hjá Talksport í dag og gagnrýndi þar Klopp.

„Hann er smábarn, er það ekki?" sagði Agbonlahor. „Það er allt í lagi ef hann vill eitthvað grínast. Hann þarf aðeins að reyna að hressa sig við. Þeir eru rosa viðkvæmir þessir knattspyrnustjórar."


Athugasemdir
banner
banner