Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. desember 2023 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shearer gagnrýnir Raya - „Grundvallaratriðin gleymast"
Mynd: EPA

David Raya hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í ótrúlegum sigri Arsenal gegn Luton á þriðjudaginn.


Elija Adebayo jafnaði metin í 2-2 eftir að hafa unnið Raya í baráttunni um boltann eftir fyrirgjöf og Ross Barkley kom Luton í 3-2 með skoti sem fór undir Raya.

Alan Shearer gagnrýndi Raya fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Það er þessi þráhyggja að vera með markmann sem er góður á boltann þessa dagana og grundvallaratriðin að verja skot og grípa fyrirgjafir gleymast. Raya leit aldrei út fyrir að líða vel í fyrirgjöfum. Þetta eru slæm mistök frá markmanninum," sagði Shearer.

Arsenal tókst hins vegar að komast til baka en það var Delcan Rice sem skoraði sigur markið á lokasekúndum leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner